Skíðaráð Reykjavíkur (SKRR) er bandalag þeirra félaga eða félagsdeilda er iðka skíðaíþróttina innan íþróttahéraðs Reykjavíkur. Ráðið er aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) og Skíðasambandi Íslands (SKÍ )

 

Tilgangur SKRR er sá að vinna að eflingu skíðaíþróttarinnar innan íþróttahéraðs Reykjavíkur, efla samvinnu félaganna innbyrðis, jafna deildumál þeirra og hafa að öðru leyti aðalstjórn skíðamála í héraðinu innan þeirra takmarka sem lög og reglur ÍSÍ ákveða.