
Breyting á mótatöflu
Vegna óhagstæðra veðuraðstæðna í vetur hefur mótatafla riðlast talsvert. Hér er ný tafla með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á henni.
Festun á bikarmóti
ENL-FIS / Bikarmóti í Bláfjöllum 14-15.febrúar er aflýst vegna veðurs. Skíðasamband Íslands mun senda upplýsingar um framhald mótahalds þegar það liggur fyrir.

Kynning á merki Unglingameistaramóts Íslands 2015
Skíðaráð Reykjavíkur kynnir hér með merki Unglingameistaramóts Skíðasambandsins sem haldið verður í Bláfjöllum 27 – 30 mars. Hönnuður merkisins er fyrrum iðkandi Skíðadeildar ÍR Gunnar Örn Sigurðsson. Gunnar Örn er 19 ára nemi við Lista- og fjölmiðlabraut Borgarholtsskóla.
Frestun á bikarmótinu sem átti að fara fram 7.-8. febrúar
Vegna slæms veðurútlits hefur bikarmótinu verið frestað sem átti að fara fram um komandi helgi. Um er að ræða bikarmót í alpagreinum í flokki 16 ára og eldri sem á að vera í Reykjavík. Nyjar dagsetningar verða gefnar út fljótlega.
Uppfærð dagskrá á Bikarmóti SKÍ
Vegna aðstæðna verður ekki hægt að halda stórsvig í Skálafelli nú um helgina og hefur mótanefnd SKÍ því ákveðið að flytja mótið yfir í Bláfjöll og verður mótið því aðeins bikarmót en ekki ENL FIS mót. Sjá dagskrá.